Stjörnuspeki ~ Nornafundur
mið., 17. mar.
|Reykjavík
Stjörnukort fæðingardagsins getur gefið okkur margslungnar vísbendingar um okkur, okkar líf, styrkleika og veikleika. Á þessum fundi munum við kafa dýpra í stjörnukortin okkar. Stjörnuspekingur Nornahornsins, Alda Villiljós mun leiða fundinn! ATH - TAKMARKAÐ PLÁSS
Time & Location
17. mar. 2021, 18:20 – GMT – 20:00
Reykjavík, Laugavegur 2, 101 Reykjavík, Iceland
Guests
About the event
Nornir Íslands!
Verið velkomin að taka þátt í fyrsta opinbera stjörnuspeki fundi Nornahornsins!
Alda Villiljós mun leiða fundinn með þekkingu sinni og visku.
Við ætlum að skoða stjörnukortin okkar og fræðast um hvernig hægt er að nýta stjörnukortið sitt til þess að kynnast sjálfu sér frá mörgun sjónarhornum og hvernig hægt er að fullnýta krafta sína með því að skilja betur þá eiginleika sem fylgja stjörnumerkjunum og hvernig þeir eiginleikar vinna með þeim plánetum sem þeir skína í gegnum.
Við munum byrja klukkan 18:20 á því að panta okkur gómsætan mat eða drykk á dásamlega staðnum MAMA í Reykjavík.
Matseðillinn er frábær, hollur og ljúffengur, vegan og á góðu verði.
Aðgangseyrir er á breytilegum skala því við viljum að viðburðurinn sé aðgengilegur öllum.
Við miðum því við 3.000 krónur, en fólki er frjálst að borga eftir því sem það ræður við fjárhagslega og engum er vísað frá á grundvelli fjárhagsstöðu!
Við mælum með að þú farir inn á WWW.ASTRO.COM eða sækir Appið AstroMatrix til þess að hafa stjörnukortið þitt tilbúið fyrir viðburðinn. Hvort sem þú prentar út blað eða nýtir símann þá mælum við líka með að þú mætir með glósubók og penna.