top of page
Writer's pictureLuna Karuṇā

Fæða sem styrkir bein, bandvef, liðamót og brjósk

Lifum lengur og betur með réttri fæðu!

Við borðum ekki fæðu eingöngu til þess að viðhalda orku heldur líka til þess að viðhalda byggingu líkamans.


Hver einasta fruma í líkamanum treystir á þig til þess að lifa af. Frumurnar treysta á þig að þú veljir rétta fæðu og veitir líkamanum rétt jafnvægi á hreyfingu og hvíld. Frumurnar gera alltaf sitt besta fyrir okkur og þess vegna ættum við að gera hið sama fyrir þær.


Að borða er alkemía. Meltingin tekur í sundur matinn, líkaminn frásogar það sem hægt er að nýta og byggir sig þannig upp og viðheldur heilbrigði. Við eldumst hraðar þegar líkamanum vantar það sem hann getur nýtt til þess að gera við og viðhalda. Þess vegna er mjög mikilvægt að borða hollt og fjölbreytt!

Ef við pössum ekki upp á að færa líkamanum það sem hann þarft þá mun það skila sér í því að beinin þynnast og bandvefur rýrnar - og þá eru meiri líkur á að slasast.


Hreyfingarleysi eins og að sitja mest allan daginn ýtur undir óheilbrigði þar sem beinin og bandvefir styrkjast þegar við höldum líkamanum uppi og hreyfum okkur. Einnig er mjög mikilvægt að við notum liðamótin; að við smyrjum liðina með hreyfingu og smyrjum sinar með teygjum. Það er gáfulegt að standa reglulega upp, taka göngu og teygja úr sér. En það sem þú getur líka gert til þess að bæta heilsu og byggingu beina og liðamóta er að borða rétta fæðu.



Flestir vita að við þurfum kalk og D-vítamín til þess að viðhalda sterkum beinum en önnur nauðsynleg efni er magnesíum og kalíum. Magnesíum virkjar ensím sem umbrýtur D-vítamín í líkamanum. Þess vegna er nauðsynlegt að innbirða magnesíum með D-vítamíni til þess að líkaminn geti nýtt það.

Kalíum, eða potassium eins og sumir þekkja það betur, hjálpað líkamanum að jafna út sýrustig líkamans svo kalkið skolist ekki út beinunum.



Sætar kartöflur eru frábærar því þær innihalda öll þessi efni.


Hér er listi með fleiri efnum sem bæta beinaheilsu og hvar þú getur fundið þau: Kalk: Laufað grænmeti, brokkolí, ostur, möndlur, sesam fræ, rabbabari

D-vítamín: Sveppir, lýsi, lax, túnfiskur, eggjarauður


K-vítamín: Laufað grænmeti, brokkolí, aspas, gúrka, vorlaukur, hvítkál


Magnesíum: Spínat, graskersfræ, möndlur, avocado, fíkjur, dökkt súkkulaði, banani


Kalíum: Avocado, grasker, spínat, sætar kartöflur, lax, bananar, rauðrófur. Baunir og hnetur eru vissulega næringarík fæða en þau innihalda phytic sýru sem hindrar frásog af steinefnum. Til þess að koma í veg fyrir þessa hindrun er sniðugt að spýra þær.





Til þess að styrkja bandvefi líkamans er gott að borða fæðu sem eykur kollagen myndun. Til dæmis eru hér að neðan efni sem eru talin styrkja og bæta liðamót, sinar og hryggdiska.


Mangan: Hnetur, belgjurtir, fræ, heilir hafrar og laufað grænmeti


Omega-3: Hörfræ, lýsi, lax, makríll og chia fræ


A-vítamín: Gulrætur, sætar kartöflur, grænkál, spínat, apríkósur og brokkolí

C-vítamín: Paprika, kiwi, sítróur, appelsínur, ananas, jarðaber, greip, rósakál, grænkál.

Súlfur: Brokkolí, blómkál, grænkál, næpur, rósakál, hvítlaukur, laukur, egg og fiskur.





Að borða fyrir næringu er alls engin kvöð! Móðir náttúra gefur okkur allt sem við þurfum. Og því meira sem við skiljum líkamann okkar, hvernig hann virkar og hvað fæðan getur gert fyrir okkur því betur getum við tekið ábyrgð á okkar heilbrigði.

Góð heilsa er gull betri!

Ef það er eitthvað sem maður sér eftir á eldri árum þá er það að hafa ekki hugsað betur um líkamann. Stundum veit maður ekki betur, en því meira sem við rannsökum því meiri þekkingu getum við umbreytt í visku; með því að gera það sem er rétt.




"Let medicine be thy food and food be thy medicine" -Mark Lucock




Ef þú hefur áhuga á garðyrkju þá getur þú fylgst með sveitalífi Nornahornsins: @icelandic.farmlife

332 views0 comments

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page